Sérmerktar servíettur fyrir hin ýmsu tækifæri ♥
Sérmerktar servíettur eru frábær leið fyrir fyrirtæki til þess að koma sínu vörumerki eða skilaboðum á framfæri á ýmsum viðburðum, veislum og sýningum.
Við notum ævaforna aðferð til þess að prenta á servíettur, hina sígildu hæðarprentun, sem á rætur sínar að rekja til prentaðferða miðalda og fyrstu prentvélar Gutenbergs, en vélin okkar (Heidelberg Tiegel / dígull) er að vísu bara frá árinu 1962.
Hagnýtar upplýsingar
-
Vinsælustu servíetturnar hjá okkur eru hvítar en þær eigum við almennt til á lager í tveimur stærðum: kaffi (24/12 cm.) og matar (34/16 cm.)
Við eigum í góðu sambandi við fjölmargar heildsölur og getum boðið upp á næstum alla regnbogans liti. Einnig getur þú komið með þínar eigin servíettur, við getum prentað á flestar tegundir!
-
Prentun með þessum hætti tekur tíma bæði í undirbúningi og uppsetningu, ásamt því að við framleiðum prentform (klisju) sérstaklega fyrir hvert verkefni. Lágmarkspöntun er 100 stk. en það er hagkvæmara (verð pr. stk.) að prenta meira í einu. Við mælum með því að panta 500-1000 stk.
-
Það eru margir þættir sem spila inn í afgreiðslutíma, svo sem hvort servíetturnar eru til á lager, hvort farvinn (liturinn) sem á að nota sé til og einnig verkefnastaða hjá okkur! En almennt er afgreiðslutími 5-10 virkir dagar
Þegar kemur að verði er einnig margt sem hefur áhrif, meðal annars fjöldi, stærð og litir. Endilega hafðu samband og við gefum þér verðtilboð í þitt verkefni!
Um okkur
Servíettur.is tilheyrir fyrirtækinu Prentsmiður ehf. sem stofnað var árið 2016. Við höfum sérhæft okkur í hönnun og stafrænni prentun á ýmiskonar skipulagsvörum, svo sem dagatölum og dagbókum. En við elskum allt tengt prentun! Árið 2021 byrjuðum við að prenta á servíettur fyrir vini og vandamenn, en nú langar okkur að leyfa fleirum að njóta þessa fallega handverks sem hæðarprentun svo sannarlega er.
Eigandi fyrirtækisins er Lilja Rut Benediktsdóttir, en hún lauk sveinsprófi í prentsmíð árið 2016, burtfararprófi í prentun árið 2017 og meistaraprófi árið 2022.

